Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfestir lögmæti Obamacare

Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest lögmæti laga Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta um aðgengilega heilbrigðisþjónustu (e. Affordable Care Act eða Obamacare). 

Sjö dómarar við Hæstaréttinn töldu að málshöfðendur hefðu engin lagaleg rök að baki málinu en tveir voru á öndverðum meiði. Ekki var tekið á því hvort lögin stæðust stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Tugir milljóna Bandaríkjamanna munu hafa óskertan aðgang að heilbrigðistryggingum í ljósi niðurstöðunnar. 

Tvisvar áður hefur reynt á lögmæti laganna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Samkvæmt lögunum mega tryggingafélög ekki hafna viðskiptavinum vegna undirliggjandi sjúkdóma. Með lögunum fengu milljónir lágtekjufólks í Bandaríkjunum heilbrigðistryggingar. 

Texasríki og 17 önnur ríki Bandaríkjanna þar sem ríkisstjórar eru repúblíkanar höfðu farið með málið fyrir Hæstarétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi málareksturinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert