Níu börn létust í rútuslysi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Níu börn og einn fullorðinn létust í bílslysi í Alabama í dag. Börnin voru í rútu á vegum Tallpoosa County Girls Ranch sem er aðsetur fyrir stelpur sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða vanrækslu.

Bílstjórinn slapp úr bifreiðinni sem stóð í ljósum logum en ekki náðist að bjarga stelpunum. Inni í hinni bifreiðinni var 29 ára maður og níu mánaða dóttir hans en þau létust bæði.

Stelpurnar í rútunni voru á aldrinum fjögurra til 17 ára. Framkvæmdastjóri aðsetursins segir slysið hafa verið harmleik og mikinn missi. Fellibylurinn Claudette ríður nú yfir Alabama en úrkoma mældist 300 millimetrar.

Lögreglustjóri Butler-sýslunnar sagði slysið það skelfilegasta í sögu sýslunnar.

mbl.is