Tuttugu látnir í Vestur-Þýskalandi

Tuttugu hafa látið lífið og tuttugu er enn saknað í Vestur-Þýskalandi vegna flóðsins sem hefur nú fengið viðurnefnið „dauðaflóðið“ (e. flood of death) á erlendum miðlum. Þetta er ekki fyrsta flóðið á meginlandi Evrópu en vel yfir 120 manns hafa látið lífið af þeim sökum síðustu daga og enn eru björgunarsveitir að fara yfir þau svæði sem urðu undir.

Stjórnmálamenn hafa forðast að gera atburðinn að pólitísku viðfangsefni en ljóst er að töluvert meiri áhersla verður lögð á loftslagsmál í komandi kosningum. 

Heilu þorpin urðu undir þegar flóðið braust út í vestuhluta Þýskalands. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að huga ekki nægilega vel að því að fyrirbyggja hamfarir sem þessar enda hefði mikil rigning og mettur jarðvegur getað gefið vísbendingu um hvað koma skyldi að sögn Hönnuh Cloke, vatnafræði prófessor við Reading háskólann í Bretlandi.

Flóðið í Vestur-Þýskalandi
Flóðið í Vestur-Þýskalandi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert