Rannsókn á AstraZeneca: Falsfréttir um bóluefni kostuðu mannslíf

Bóluefni sænsk-breska lyfjaframleiðandans Astra-Zeneca hefur verið í deiglunni vegna rannsókna …
Bóluefni sænsk-breska lyfjaframleiðandans Astra-Zeneca hefur verið í deiglunni vegna rannsókna á mögulegum tengslum við blóðtappamyndun. Niðurstöður benda ekki til þess að nein tengsl séu þar á milli, en umræðan hefur áhrif á almenningsálitið. AFP

Ótti um öryggi bóluefnis AstraZeneca, sem alið var á með falsfréttum, var ástæðulaus og kostaði mannslíf.

Þetta er meðal ályktana af nýrri rannsókn, sem birtist í næsta tölublaði hins virta læknisfræðirits The Lancet. Grunsemdir voru uppi um að bóluefnið gæti valdið blóðtappa og ýttu bæði bóluefnisandstæðingar og ráðamenn í Evrópusambandinu undir falsfréttir um ætlaða skaðsemi þess. Svo mjög að vantrú á bóluefni almennt jókst víða verulega og dró mikið úr bólusetningu af þeim sökum. Samkvæmt rannsókninni getur bólusetning með bæði Pfizer og AstraZeneca aukið líkur á blóðtappa lítillega, en líkurnar aukast margfalt veikist fólk af Covid-19.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »