Helmingur íbúa ESB fullbólusettur

Bólusetning á Spáni.
Bólusetning á Spáni. AFP

Helmingur allra íbúa innan Evrópusambandsins, sem hafa til þess aldur, hefur verið fullbólusettur samkvæmt samantekt AFP-fréttastofunnar úr opinberum gögnum. 

Nærri 224 milljónir manna í aðildarríkjunum 27 hafa verið bólusettar. 

Spánn leiðir í bólusetningarkapphlaupinu á meðal fjölmennra þjóða með 58,3 prósent af íbúum bólusetta. Næsthæst er hlutfallið á Ítalíu þar sem 54,4 prósent eru bólusett, þá Frakkland með 52,9 prósent bólusett. Í Þýskalandi eru 52,2 prósent íbúa bólusett. 

70% í Bandaríkjunum 

Bandaríkin náðu þeim áfanga í gær að sjötíu prósent fullorðinna hafa fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni við Covid-19, að því er kemur fram á vef fréttastofu CNBC.

mbl.is