Áfellist kerfið sem leyfði ofbeldinu að viðgangast

„Ég ásaka Larry Nasser og ég áfellist líka kerfið sem …
„Ég ásaka Larry Nasser og ég áfellist líka kerfið sem leyfði misnotkuninni að viðgangast,“ sagði Simone Biles. AFP

Bandarísku fim­leika­stjörn­urn­ar Simo­ne Biles, McKayla Mar­oney, Maggie Nichols og Aly Ra­ism­an bera í dag vitni fyrir öld­unga­deild­ Banda­ríkjaþings um kynferðisofbeldið sem þær urðu fyrir af hálfu fyrr­verandi landsliðslækn­is­ins Larry Nass­ar. BBC greinir frá.

Biles og Raisman komu fyrir þingið ásamt Christopher Wray, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar (FBI). Þingið er að kanna annmarka og tafir á rannsókn FBI á Nassar, sem var dæmdur fyrir að hafa beitt kynferðisofbeldi. Hann afplánar nú lífstíðarfangelsisdómi.

Fim­leika­stjörn­urn­ar Simo­ne Biles, McKayla Mar­oney, Maggie Nichols og Aly Ra­ism­an.
Fim­leika­stjörn­urn­ar Simo­ne Biles, McKayla Mar­oney, Maggie Nichols og Aly Ra­ism­an. AFP

„Ég ásaka Larry Nasser og ég áfellist líka kerfið sem leyfði misnotkuninni að viðgangast,“ sagði Simone Biles.

„Ef þú leyfir rándýri að skaða börn verða afleiðingarnar skjótar og alvarlegar,“ bætti hún við.

Lengi þurft að þjást

Í tilfinningalegum vitnisburði kvennanna í dag sögðu konurnar fjórar við dómsmálanefnd öldungadeildarinnar að þær hefðu „lengi þjáðst“ af ofbeldinu og vegna þeirrar meðferðar sem málið fékk.

Simone Biles, ein frægasta fimleikakona heims, hefur hvatt til þess að umboðsmennirnir sem eiga hlut í málinu verði sóttir til saka.

„Hvers virði er lítil stelpa?,“ spurði hún í réttarhöldunum.

Lýsti rannsókn FBI sem ágiskunum

Aly Raisman, sem var fyrirliði bandaríska fimleikaliðsins árið 2012 og 2016, lýsti yfir viðbjóði yfir því að hún skuli enn þurfa að „berjast fyrir svörum og ábyrgð“ meira en sex árum eftir að hún tilkynnti fyrst um ofbeldið.

Raisman gagnrýndi rannsókn FBI og lýsti henni sem „ágiskunum“. Hún sagði að ef ekki yrði brugðist við alvarlegum göllum rannsóknarinnar myndi „martröðin“ endurtaka sig fyrir aðrar konur.

McKayla Maroney, sem vann gull á Ólympíuleikunum í London 2012, hefur sagt að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Nassar á sjö ára tímabili og byrjaði þegar hún var 13 ára gömul.

mbl.is