Grunnskólakennari myrtur í almenningsgarði

Málið er keimlíkt öðru manndrápi þar sem ung kona var …
Málið er keimlíkt öðru manndrápi þar sem ung kona var myrt í mars. AFP

36 ára albanskur sendill var leiddur fyrir dómara í Lundúnum í dag til að svara til saka um að hafa orðið ungum kennara að bana fyrr í mánuðinum.

Koci Selamaj var handtekinn á sunnudag og ákærður á mánudag en lík fórnarlambsins fannst í suðausturhluta Lundúna 18. september.

Konan hét Sabina Nessa og var 28 ára. Hún var á leiðinni á stefnumót með vinkonu sinni en hvarf á leið sinni í gegnum almenningsgarð. Dauðsfall Nessa hefur endurvakið hávær áköll aðgerðasinna um að yfirvöld í Bretlandi þurfi að gera meira til þess að tryggja öryggi kvenna á almannafæri.

Verjandi Selamaj segir skjólstæðing sinn ætla að halda fram sakleysi sínu en hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram á fimmtudag þegar annað dómþing verður haldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert