Íhugar að bjóða þingmönnum lögregluvernd

Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands.
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands. AFP

Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, íhugar nú að bjóða þingmönnum lögregluvernd er þeir funda með kjósendum í kjördæmum sínum.

Á vef the Guardian er haft eftir Patel að lögregla hafi nú þegar haft samband við alla þingmenn breska þingsins til þess að ráðleggja þeim hvernig skuli standa að öryggismálum eftir morðið á David Amess á föstudag. Þá er verið að endurskoða öryggisgæslu í þinghúsinu.

„Við þurfum að fylla upp í allar eyður sem valda áhyggjum,“ sagði Patel í sjónvarpsviðtali. Hún sagði að endurskoðun á öryggi þingmanna væri nú forgangsmál.

Amess, sem var 69 ára, var stung­inn nokkr­um sinn­um á fundi með kjós­end­um í kjör­dæmi sínu. Bráðaliðar voru komn­ir á vett­vang nokkr­um mín­út­um eft­ir árás­ina, en það reynd­ist ekki nóg og lést Amess af sár­um sín­um á vett­vangi. 

Lög­regl­an hand­tók í kjöl­farið Ali Harbi Ali, 25 ára, sem er Breti af sómalísk­um upp­runa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert