Gripið aftur til sóttvarnaaðgerða í Moskvu – metfjöldi dauðsfalla

Grímuklæddur matarsendill á ferð í miðborg Moskvu.
Grímuklæddur matarsendill á ferð í miðborg Moskvu. AFP

Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, höfuðborgar Rússlands, hefur fyrirskipað fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar í borginni frá því í sumar. 

Metfjöldi dauðsfalla af völdum Covid-19 varð síðastliðinn sólarhring í Rússlandi. Meirihluti Rússa hefur ekki þegið bólusetningu við kórónuveirunni. 

Sobyanin skipaði að óbólusettir einstaklingar, 60 ára og eldri, vinni heiman frá sér. Þá hafa fjarvinnukvótar verið teknir upp á ný og bólusetning orðin skylda fyrir starfsfólk í þjónustustörfum. 

Aðgerðirnar munu taka gildi frá og með mánudegi og gilda til 25. febrúar.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert