Heil á húfi eftir hvarf af tjaldsvæði

Cleo Smith brosir í myndavélina.
Cleo Smith brosir í myndavélina. AFP

Fjögurra ára stúlka sem hafði verið týnd í 18 daga í vesturhluta Ástralíu fannst heil á húfi í læstu húsi, að sögn lögreglunnar.

Cleo Smith hvarf úr tjaldi fjölskyldu sinnar á tjaldsvæði skammt frá bænum Carnarvon 16. október og upphófst í framhaldinu mikil leit að henni.

36 ára maður er í haldi hjá lögreglunni vegna hvarfsins. Hann hefur engin tengsl við fjölskyldu stúlkunnar og ekki hefur verið lögð fram kæra á hendur honum.

Lögreglumaður heldur á Cleo Smith.
Lögreglumaður heldur á Cleo Smith. AFP

„Þau fundu Cleo litlu í einu herbergjanna,“ sagði lögreglumaðurinn Col Blanch í yfirlýsingu.

„Einn lögreglumaður tók hana upp og spurði hana, „hvað heitir þú?“ Hún sagði „ég heiti Cleo“.“

Hún er búin að hitta foreldra sína, sem höfðu komið fram í fjölmiðlum og beðið þann eða þá sem tóku hana að sleppa henni úr haldi.

„Fjölskyldan okkar er orðin heil á nýjan leik,“ sagði móðirinn Ellie Smith á Instagram.

Á myndum lögreglunnar sást Cleo brosa og virtist henni líða vel miðað við aðstæður, að sögn yfirlögregluþjónsins Chris Dawson, sem bætti við að hún muni fá læknisaðstoð.

Lögreglumenn leita að vísbendingum í rusli sem fannst á heimilinu.
Lögreglumenn leita að vísbendingum í rusli sem fannst á heimilinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert