Útgöngubann eftir óspektir mótmælenda

Solomoneyjur, norðaustur af Ástralíu, merktar með rauðu á kortinu.
Solomoneyjur, norðaustur af Ástralíu, merktar með rauðu á kortinu. Kort/Google

Útgöngubann er í Honi­ara, höfuðborg Salómo­ns­eyja, eftir að mótmælendur reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í borginni fyrr í dag.

Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum en þeir kveiktu í byggingum, þar á meðal lögreglustöð í Hoinara.

Talsmaður lögreglu gat ekkert tjáð sig um hvort um misheppnaða tilraun til valdaráns væri að ræða.

„Þeir ætluðu að sjá til þess að forsætisráðherrann stigi til hliðar,“ sagði talsmaður lögreglu og bætti við að verið væri að kanna málið nánar.

Hann sagði lögreglu vera með fulla stjórn á aðstæðum. Ekki er vitað um meiðsl eða mannfall.

mbl.is