Tilslökunum fram haldið þrátt fyrir Ómíkrón

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. AFP

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sagði í dag að stefnu stjórnvalda þar í landi, þar sem unnið er í áttina á tilslökunum þar sem hægt er að „lifa með veirunni“, verði fram haldið þrátt fyrir nýtt Ómíkrón-afbrigði Covid-19. 

Reuters greinir frá. 

Engin tilvik af Ómíkrón smiti hafa komið upp á Nýja Sjálandi sem stendur en afbrigðið hefur valdið usla víða um heim síðustu sólarhringa. 


„Ómíkrón er áminning um áhættuna sem er enn fyrir hendi við landamæri okkar,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í dag. 

Nýja Sjáland er og hefur verið með ströngustu landamæraaðgerðir vegna heimsfaraldurs í heimi. Landamæri landsins verða þó lokuð í fimm mánuði til viðbótar.

Á fundinum var einnig farið yfir landamæraráðstafanir gagnvart níu Suður-Afríkuríkjum þar sem ríkisborgarar frá þeim ríkjum þurfi að fara í 14 daga sóttkví. 

mbl.is