Forsætisráðherra í fyrsta sinn til furstadæmanna

Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael, mun heimsækja Sameinuðuð arabísku furstadæmin í dag. Verður það í fyrsta sinn sem ísraelskur þjóðhöfðingi heimsækir furstadæmið.

Söguleg heimsókn

Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin tóku upp stjórnmálasamskipti á síðasta ári en þá var Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. 

Naftali Bennet mun funda með krónprinsi Abu Dhabi, Mohammed Bin Zayed á morgun samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísraels. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert