Dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir njósnir

Benjamin Briere var handtekinn í Íran fyrir tveimur árum. Hann …
Benjamin Briere var handtekinn í Íran fyrir tveimur árum. Hann hefur nú hlotið 8 ára dóm fyrir njósnir. AFP

Dómstóll í Íran hefur dæmt franskan ríkisborgara í átta ára fangelsi fyrir njósnir. 

Philippe Valent, lögmaður mannsins sem er staðsettur í París, greindi frá dómsuppkvaðningunni í dag og sagði að réttarhöldin hefðu verið farsi. 

Benjamin Briere, sem er 36 ára gamall Frakki, var handtekinn í maí 2020 er hann var á ferðalagi í Íran. AFP-fréttaveitan greinir frá því að hann sé nú í hungurverkfalli. 

Þá sagði Valent að Briere hefði ennfremur verið hlotið átta mánaða dóm til viðbótar fyrir að hafa verið með áróður gegn íslamska kerfinu í Íran. 

mbl.is