Engin grímuskylda í Englandi

Talsmaður forsætisráðherrans sagði að það væri nú undir hverjum og …
Talsmaður forsætisráðherrans sagði að það væri nú undir hverjum og einum komið hvort að fólk vilji áfram bera andlitsgrímur. AFP

Grímuskylda og skylda til að sýna svokallaða Covid-passa í Englandi fellur nú úr gildi eftir að slökun á sóttvarnaraðgerðum samkvæmt plani B tók gildi þar í landi í dag.

Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sagði að hægt væri að aflétta aðgerðunum vegna velgengni í bólusetningum og aukins skilnings á meðferðum við veirunni.

Talsmaður forsætisráðherrans sagði að það væri nú undir hverjum og einum komið hvort að fólk vilji áfram bera andlitsgrímur.

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur sagt að ætlast er til …
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur sagt að ætlast er til að fólk beri andlitsgrímur áfram í öllum almenningssamgöngum í Lundúnum. AFP

Þó hafa ýmsar verslanir gefið út að þær muni halda áfram að biðja fólk um að hafa grímur á andlitinu, þar á meðal eru Tesco, Sainsbury's, John Lewis og Morrisons.

Þá hafa járnbrautarstjórar einnig gefið út að búist er við því að farþegar haldi áfram að bera andlitsgrímur. Öll fyrirtækin hafa þó lagt áherslu á að viðskiptavinir verða hvattir til þess að bera andlitsgrímur en engin muni þvinga viðskiptavini til þess.

Borgarstjóri Lundúna hvetur fólk til að „gera hið rétta“

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur sagt að ætlast er til að fólk beri andlitsgrímur áfram í öllum almenningssamgöngum í Lundúnum og hvatti fólk til að „gera hið rétta“.

Breska ríkisstjórnin tilkynnti að fólk verður áfram hvatt til þess að bera andlitsgrímur í fjölmennum og lokuðum rýmum, þar sem það kemst í snertingu við ókunnuga. Einnig munu fyrirtæki geta valið hvort þau vilji skylda fólk til að framvísa Covid-passa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert