Sækir formlega um aðild að ESB

Selenskí með umsóknina ásamt forsætisráðherra landsins og forseta úkraínska þingsins.
Selenskí með umsóknina ásamt forsætisráðherra landsins og forseta úkraínska þingsins. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur skrifað undir formlega umsókn um aðild Úkraínu að Evrópusambandinu.

Þetta gerði forsetinn síðdegis í dag, í kjölfar þess að forseti leiðtogaráðs sambandsins sagði að formleg umsókn þyrfti að berast frá ríkinu áður en sambandið gæti tekið afstöðu til mögulegrar aðildar.

„Það eru mis­mun­andi skoðanir og viðkvæmni inn­an ESB gagn­vart stækk­un,“ sagði forsetinn, Charles Michel, á blaðamanna­fundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert