Moldóva óttast að verða næsta skotmark Pútíns

Maður heldur á barni sínu á leið inn í Moldóvu …
Maður heldur á barni sínu á leið inn í Moldóvu á flótta frá Úkraínu. AFP

Stjórnvöld Moldóvu óttast að landið gæti orðið næsta skotmark Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Moldóva, sem á landamæri að Úkraínu, tók á móti utanríkismálastjóra ESB, Josep Borrell, í gær og mun einnig taka á móti Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um helgina.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Smeykir bæjarbúar á landamærum

Borrell hefur lýst áhyggjum sínum af „óstöðugleika við landamærin“ sem átökin gætu valdið.

Íbúi í bænum Palanca í Moldóvu segir við blaðamann AFP-fréttastofunnar að allir bæjarbúar séu smeykir en Palanca liggur við landamæri Úkraínu.

Hann hefur boðið sig fram til að útvega te og kaffi fyrir úkraínska flóttamenn sem hafa flúið yfir landamærin síðan Rússar réðust inn í land þeirra fyrir réttri viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert