Úkraínumenn fá hátæknilegar eldflaugar

HIMARS-eldflaugum skotið á loft á heræfingu í Marokkó.
HIMARS-eldflaugum skotið á loft á heræfingu í Marokkó. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin ætli að senda hátæknilegar eldflaugar til Úkraínu, á sama tíma og Rússar eru við það að sölsa undir sig borgina Severódónetsk í austurhluta landsins.

Fjölmargir úkraínskir- og rússneskir hermenn hafa fallið í bardögum um borgina.

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

„Við ætlum að útvega Úkraínumönnum hátæknilegar eldflaugar og skotfæri sem munu gera þeim kleift að hitta lykilskotmörk á vígvellinum í Úkraínu,“ skrifaði Biden í The New York Times.

Bandarískur embættismaður sagði að eldflaugarnar sem verða sendar kallist HIMARS (e. High Mobility Artillery Rocket System), sem ná lengra en þær eldflaugar sem Úkraínumenn hafa hingað til notað. Þær eru hluti af 700 milljóna dala (um 90 milljarða króna) hernaðarpakka frá Bandaríkjamönnum þar sem einnig verða meðal annars Javelin-eldflaugar, þyrlur og fleiri farartæki.

Bandarískir hermenn standa við hliðina á herbíl með HIMARS-eldflaugum í …
Bandarískir hermenn standa við hliðina á herbíl með HIMARS-eldflaugum í mars síðastliðnum. AFP

„Rússarnir fara mikinn og hafa safnast saman í miðri Severódónetsk. Þeir hafa haldið áfram að eyðileggja innviði og iðnaðarhúsnæði,“ sagði héraðsstjóri Lugansk, Sergí Gaídaí, á Telegram.

Rússar hafa náð völdum yfir meirihluta borgarinnar, að sögn yfirvalda á staðnum.

Rautt blóm fyrir fram ónýta íbúðabyggingu í úkraínsku borginni Maríupol.
Rautt blóm fyrir fram ónýta íbúðabyggingu í úkraínsku borginni Maríupol. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert