Fyrstu hjónavígslur samkynhneigðra

Um tveir þriðju kusu með lögleiðingu á giftingu samkynhneigðra.
Um tveir þriðju kusu með lögleiðingu á giftingu samkynhneigðra. AFP

Fyrstu giftingar hinsegin fólks í Sviss fóru fram í dag, en þá tóku ný hjúskaparlög gildi, eftir að þeim var nýlega breytt í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Sviss er meðal síðustu ríkja á Vesturlöndum til að lögleiða hjónabönd fólks af sama kyni, þrátt fyrir að það hafi afglæpavætt samkynhneigð árið 1942. Hins vegar gátu hinsegin pör einungis skrásett sig í staðfesta sambúð fyrir daginn í dag, sem veitir minni réttindi en hjónaband. 

Löngu tímabært

Marie Barbey-Chappuis, borgarstjóri Genfar, stýrði fyrstu athöfninni í dag. Sagði hún að athöfnin hefði verið áhrifamikil og að það væri löngu tímabært að hjón væru jöfn í Sviss.

Nú geta samkynja einstaklingar hins vegar gift sig borgaralega, og fá í kjölfarið öll sömu réttindi og hjón af gagnstæðu kyni. Meðal annars geta erlendir makar nú sótt um ríkisborgara rétt, og samkynja hjón geta einnig sótt um ættleiðingu. 

Ríkisstjórnin í Sviss kynnti tillögu sína um hjónabönd fyrir alla árið 2021, en þeir sem lögðust gegn henni börðust fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var haldin síðastliðinn september. Þá kusu um tveir þriðju svissneskra kjósenda með lögleiðingunni og þar með tóku lögin gildi. 

mbl.is