Páfaefni kærður fyrir kynferðisofbeldi

Marc Ouellet var talinn líklegur til þess að verða næti …
Marc Ouellet var talinn líklegur til þess að verða næti páfi árið 2013. AFP/Filippo Monteforte

Kardínáli sem orðaður var við páfaembættið hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi.

Marc Ouellet, kanadískur kardínáli hjá kaþólsku kirkjunni, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi í hópmálsókn gegn 80 manns í erkibiskupsdæminu í Quebec.

Ouellet var talinn einn af þeim líklegustu til þess að verða næsti páfi kaþólsku kirkjunnar þegar Frans páfi var valinn í staðinn.

Ekki eina konan með svona „vandamál“

Ouellet er ásakaður um að hafa á árunum 2008 til 2010 misnotað konu í starfsnámi þegar hann var erkibiskupinn í Quebec í Kanada.

Konan segir að Ouellet hafi ráðist á hana mörgum sinnum, kysst hana, nuddað herðar hennar gegn hennar vilja, og einu sinni rennt hendi sinni niður bak hennar og á rasskinnar hennar.

Þegar konan reyndi að vakta máls á vandamálinu var henni sagt að hún væri ekki eina konan sem ætti svona „vandamál“ með Ouellet.

mbl.is