Einn lést eftir kröftugan skjálfta

Íbúar standa úti á götu í Mexíkóborg eftir jarðskjálftann í …
Íbúar standa úti á götu í Mexíkóborg eftir jarðskjálftann í nótt. AFP/Pedro Mardo

Einn lést eftir að kröftugur jarðskjálfti gekk yfir Mexíkó í nótt. Íbúar flykktust út á götur höfuðborgarinnar um miðja nótt, nokkrum dögum eftir að annar öflugur skjálfti reið þar yfir.

Kona lést í Mexíkóborg í nótt eftir að hafa dottið niður stiga og rekið höfuðið í þegar jarðskjálftinn gekk yfir.

Upptök skjálftans, sem var af stærðinni 6,9, voru nálæg Kyrrahafsströnd, 84 kílómetrum suður af Coalcoman í ríkinu Michoacan í vesturhluta landsins.

Tveir létust í Mexíkó síðastliðinn mánudag og þúsundir bygginga skemmdust eftir skjálfta af stærðinni 7,7.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert