Klæðist þeim búningi sem það kýs

Flugvélar Virgin.
Flugvélar Virgin. AFP

Starfsfólk flugfélagsins Virgin Atlantic, hvort sem um er að ræða þá sem eru í áhöfninni eða þá sem starfa á jörðu niðri, getur núna valið sjálft hvernig búningum það klæðist, óháð því hvort þeir hafi verið hannaðir fyrir karla eða konur. 

Flugfélagið hefur tilkynnt nýja kynjahlutlausa stefnu sem þýðir að starfsfólk getur valið hvers konar búninga, sem hannaðir eru af Vivienne Westwood, það vill klæðast í vinnunni sama hvert kyn þeirra eða kynvitund er, að sögn The Guardian.

Með þessu vill Virgin endurspegla fjölbreytileika starfsfólks síns og um leið leggja áherslu á umburðarlyndi fyrirtækisins en stutt er síðan það slakaði á reglum um að ekki mætti sjást í húðflúr á starfsfólki.

Nafnspjöld með þeim fornöfnum sem áhöfn og farþegar óska eftir verða einnig í boði til að hægt sé að ávarpa fólk með þeim fornöfnum sem það kýs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert