Handjárnuð í lögreglubíl sem varð fyrir lest

Bandarískur lögreglubíll.
Bandarískur lögreglubíll. AFP/Daniel Slim

Líkamsmyndavél lögreglumanns í Colorado í Bandaríkjunum náði myndskeiði af því þegar lest var ekið á lögreglubíl.

Inni í bílnum var handjárnuð kona. Konan lifði af en hlaut ýmis meiðsl, að því er kemur fram á vef BBC þar sem rætt er við lögmann konunnar.

Rannsókn á slysinu er hafin.


mbl.is