Annie Ernaux hlýtur Nóbelinn

Annie Ernaux hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í dag. Myndin er frá …
Annie Ernaux hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í dag. Myndin er frá árinu 2019. Ulises Ruiz/AFP

Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels rétt í þessu.

Ernaux er þekkt fyrir skáldsögur sem byggja á hennar eigin reynslu og fjalla oftar en ekki um þemu sem tengjast stéttaskiptingu og kyni. 

Pierre Guillad/AFP

Hún er að sögn dómnefndar heiðruð fyrir það hugrekki og þá skerpu sem hún nýtir þegar hún fjallar um persónulegar minningar. 

Ernaux var í þriðja sæti hjá veðbönkum, en landa hennar Michel Houellebecq var spáð verðlaununum og Anne Carson var í öðru sæti. 

Skáldsaga hennar Staðurinn, í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur, hlaut fimm stjörnur í ritdómi Einars Fals Ingólfssonar í Morgunblaðinu í vor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert