7,1 milljónir hafa flúið Venesúela

Venesúelabúar við landamæri Perú.
Venesúelabúar við landamæri Perú. AFP

Yfir sjö milljónir Venesúelabúa hafa flúið heimaland sitt síðan 2015 vegna viðvarandi efnahags- og stjórnmálakreppu samkvæmt nýjum gögnum Sameinuðu þjóðanna.

BBC greinir frá.

Sameinuðu þjóðirnar segja að yfir helmingur þeirra standi frammi fyrir miklum áskorunum við að finna sér húsaskjól, fá vinnu og skaffa sér mat. Þrátt fyrir þessar áskoranir virðist fjöldi þeirra sem yfirgefa Venesúela ekki hafa minnkað.

Íbúum Venesúela hefur fækkað úr 30,08 milljónum síðan 2015 í um það bil 28,25 milljónir samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert