Líflátshótanir eftir umfjöllun um mótmælin í Íran

Þessi skjámynd úr videói UGC sýnir mótmælendur í Khash í …
Þessi skjámynd úr videói UGC sýnir mótmælendur í Khash í suðausturhluta Sistan-Baluchistan í Íran. AFP/UGC/

Bretar hafa ásakað Írani um að ógna lífi breskra blaðamanna eftir harðar aðgerðir íranskra stjórnvalda vegna mótmæla gegn stjórninni í Íran þar sem yfir 300 manns hafa látið lífið.

Mótmæli brutust út fyrr í dag þar sem hundruðir reiðra manna mótmæltu eftir bænastund í Sistan-Baluchistan héraði og voru mótmælin staðfest með myndböndum. Mótmælin í dag voru sex vikum eftir að tugir manna voru myrtir í mótmælum í héraðinu.

„Ég hef kallað sendifulltrúa Írana á fund í dag eftir að blaðamenn sem vinna hér í Bretlandi fengu líflátshótanir frá Íran,“ póstaði utanríkisráðherra Breta, James Cleverly á Twitter í dag.

Líflátshótanir eftir umfjöllun um mótmælin 

Á mánudaginn var sagði Volant Media, fréttamaður alþjóðlegrar íranskrar sjónvarpsstöðvar, að tveir bresk-íranskir fréttamenn hefðu fengið líflátshótanir frá Íslömsku byltingarvarðsveitinni.

Fréttamennirnir voru að vinna fyrir fjölmiðil sem sjónvarpar á persnesku en er með höfuðstöðvar í Lundúnum, en miðillinn hefur flutt tíðar fréttir mótmælunum í Íran.

Haft var eftir íranska ráðherranum, Esmail Khatib, að téður fjölmiðill „hryðjuverkasamtök“ og að hann varaði Breta við að styðja við „upplausn“ í Íran.

Sex vikum eftir að blóðuga föstudaginn

Þann 30. september sl. skaut öryggislögreglan og myrti meira en 90 mótmælendur eftir bænastund í borginni Zahedan í Sistan-Baluchistan héraðinu, var haft eftir mannréttindahópnum IHR sem er í Osló í Noregi. Dagurinn er nú kallaður blóðugi föstudagurinn, en talið er að alls hafi 304 manns látist í mótmælum í landinu og þar af einn þriðji umræddan föstudag.

Tveir íranskir karlmenn haldastí hendur og sýna sigurmerkið í borginni …
Tveir íranskir karlmenn haldastí hendur og sýna sigurmerkið í borginni Zahedan í Íran í dag. AFP

Skotárásirnar á mótmælendur voru tveimur vikum eftir að mótmælaalda hófst í Íran vegna andláts hinnar 22ja ára gömlu Mahsa Amini eftir að hún var handtekin af siðferðislögreglunni fyrir að hylja andlit sitt ekki nægilega með höfuðslæðu.

Það sem hófst sem mótmæli gegn morði Amini, hefur nú breiðst út sem mótmæli gegn höfuðklerkinum Ali Khameini og heyra mátti mótmælendur kalla „Drepist Khamenei!“ þegar þeir komu frá moskunum eftir föstudagsbænirnar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert