Kókaín fyrir 50 milljarða fannst í Valencia

Plastkubbar með 5,6 tonnum af kókaíni fundust í gámi í …
Plastkubbar með 5,6 tonnum af kókaíni fundust í gámi í Valencia. AFP/Innanríkisráðuneyti Spánar

Yfirvöld á Spáni hafa tilkynnt um að hafa lagt hald á 5,6 tonn af kókaíni í hafnarborginni Valencia. Þetta er stærsti kókaínfundur þar í landi í fjögur ár en talið er að efnið sé virði um 340 milljóna evra, eða um 50,5 milljarða króna.

Lögreglan fann eiturlyfin þegar leitað var í grunsamlegum gámi sem kom til hafnar í Valencia frá Suður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu innanríkisráðuneytis Spánar.

Yfirvöld á Spáni hafa hvorki viljað segja hvenær lagt hafi verið hald á efnin né frá hvaða landi gámurinn kom.

mbl.is