Þrír fórust í sjálfsvígsárás

Pakistanskir hermenn í höfuðborginni Islamabad á laugardaginn.
Pakistanskir hermenn í höfuðborginni Islamabad á laugardaginn. AFP/Farooq Naeem

Þrír fórust og 23 særðust í sjálfsvígsárás í vesturhluta Pakistans í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi upp lögreglubíl og hafa talíbanar í landinu lýst ábyrgðinni á hendur sér.

Samtökin, þekkt sem Tehreek–e-Taliban Pakistan (TTP), eru aðskilin talibönum í Afganistan en deila með þeim hugmyndafræði herskárra íslamista.

Á mánudaginn tilkynntu samtökin að viðkvæmu vopnahléi við pakistönsk stjórnvöld, sem var lýst yfir í sumar, væri lokið og að árásir víðs vegar um landið ættu að hefjast á nýjan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert