Pólverjar fengu fyrstu vopnin frá S-Kóreu

Andrzej Duda, forseti Póllands, í morgun. Í bakgrunni er skriðdreki …
Andrzej Duda, forseti Póllands, í morgun. Í bakgrunni er skriðdreki sem keyptur var frá Suður-Kóreu. AFP/Mateusz Slodkowski

Pólverjar fengu í dag fyrstu sendinguna af skriðdrekum og langdrægum hábyssum (e. howitzer) sem þeir keyptu frá Suður-Kóreu.

Með þessu vilja þeir efla öryggi landsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Pólland, sem er aðili að ESB og NATO, á landamæri að Rússlandi og Úkraínu. Stjórnvöld í landinu hafa aukið við vopnainnkaup sín eftir að innrásin hófst.

Í júlí undirrituðu Pólverjar samning um að kaupa vopn af Suður-Kóreu, þar á meðal skriðdreka, byssur og orrustuþotur.

Vopnin „eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir árásir,“ sagði Andrzej Duda, forseti Póllands.

Frá vinstri til hægri: Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, Eom Donghwan, …
Frá vinstri til hægri: Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, Eom Donghwan, ráðherra vopnamála í Suður-Kóreu og Andrzej Duda, forseti Póllands, skoða nýju skriðdrekana. AFP/Mateusz Slodkowski


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert