Tveggja milljón ára DNA finnst á Grænlandi

Myndin sýnir Eske Willerslev og Kurt H Kjær við rannsóknir …
Myndin sýnir Eske Willerslev og Kurt H Kjær við rannsóknir á setlögum á svokölluðu Kap Kaupmannahafnarsvæði á Norður-Grænlandi. AFP/Svend Funder

Vísindamenn á Grænlandi tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið tveggja milljón ára gamalt DNA í setlögum frá ísöld, það elsta sem fundist og markar uppgötvunin nýjan kafla í steingervinga- og fornleifafræðum.  

„Við erum að rjúfa ákveðinn múr sem við töldum okkur geta náð hvað varðar erfðafræðirannsóknir,“ sagði Mikkel Winther Pedersen aðstoðarprófessor í Kaupmannahafnarháskóla og meðhöfundur nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature.

Elsta DNA hingað til ein milljón ára

„Lengi var talið að hámark aldursmarka DNA væri ein milljón ára, en nú höfum við fundið  tvöfalt eldra erfðaefni.“ 

Kjarnsýran fannst í setlögum á nyrsta hluta Grænlands á svæði sem kallað er Kap Kaupmannahöfn var haft eftir Pedersen.  Hann segir að brotin með erfðaefninu hafi  „fundist í umhverfi sem við sjáum hvergi á jörðinni í dag,“ bætti hann við. Erfðaefnið hafði varðveist mjög vel á frystu afskekktu svæðinu. 

Ný tækni gerði vísindamönnum kleift að ganga úr skugga um að þessi 41 brot væru meira en milljón árum eldri en elsta DNA sem vitað er um, en það er DNA sem fannst í síberískum loðfíl.

Tveggja milljón ára gamall lerkitréstofn fastur í sífreranum á Norður-Grænlandi.
Tveggja milljón ára gamall lerkitréstofn fastur í sífreranum á Norður-Grænlandi. AFP/Svend Funder

Þeir urðu þó fyrst að ganga úr skugga um hvort DNA væri falið í leirnum og kvarsinum og kanna síðan hvort hægt væri að fjarlægja það úr setinu til að rannsaka það.

Aðferðin sem notuð er „gefur grundvallarskilning á því hvers vegna steinefni, eða setlög, geta varðveitt DNA jafnvel og raun ber vitni,“ sagði Karina Sand, sem leiðir jarðlíffræðiteymi Kaupmannahafnarháskóla og tók þátt í rannsókninni.

Aðlögunarhæfni tegundanna

„Árnar sem runnu um umhverfið fluttu steinefni og lífræn efni út í lífríki sjávar og þarna urðu þessi jarðlög til,“ segir Pedersen og útskýrir að á þeim tíma hafi landið verið sjávarbotn og fyrir um það bil tveimur milljónum ára hafi land risið og orðið hluti af Norður-Grænlandi.
Landsvæðið Kap Copenhagen er eyðimörk á norðurslóðum þar sem fundist hafa steingerðar leifar ýmissa jarðlaga, þar á meðal steingervingar jurta og skordýra sem varðveist hafa í frábæru ásigkomulagi. En vísindamenn höfðu ekki reynt að finna erfðaefni steingervinga og lítið var vitað um tilvist dýra á þeim tíma.
Rannsóknarteymið, sem hóf störf árið 2006, hefur nú gert það mögulegt að draga upp mynd af því hvernig svæðið leit út fyrir tveimur milljónum ára.

Hvergi séð þessa blöndu tegunda

„Hér var skógræktarumhverfi með loðfílum og hreindýrum og hérum sem hlupu um í landslaginu pg það voru hér líka fjöldi mismunandi plöntutegunda,“ segir hann, en vísindateymið hefur fundið 102 mismunandi tegundir af plöntum.
Pedersen segir sérstaklega eftirtektarvert að finna frumdýr, sem fundist höfðu aldrei áður á jafn norðlægum slóðum. Uppgötvunin hefur einnig gefið vísindamönnum meiri upplýsingar um aðlögunarhæfni tegunda.

Sól og hiti á Grænlandi fyrir löngu

Fyrir tveimur milljónum ára var 11 til 17 stigum hlýrra á Grænlandi en í dag en á þessari breiddargráðu sest sólin hvorki á sumrin né hækkar á vetrum.
„Við sjáum þetta umhverfi hvergi lengur, þessa blöndu tegunda neins staðar á jörðinni í dag,“ sagði Pedersen og segir það sýna að aðlögunarhæfni tegunda þegar kemur að mismunandi loftslagi gæti verið öðruvísi en áður var talið og það gefi tilefni til aukinna rannsókna á svæðum þar sem vitað er um milljóna ára gömul setlög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert