Fimm látnir eftir loftárás á blokk

Að minnsta kosti fimm eru látnir og 27 særðir.
Að minnsta kosti fimm eru látnir og 27 særðir. AFP

Að minnsta kosti fimm eru látnir og 27 særðir eftir loftárás Rússa á níu hæða blokk í úkraínsku borginni Dnípró í austurhluta Úkraínu. 

Valentyn Reznichenko, ríkisstjóri Dnipropetrovsk, greindi frá þessu í dag á Telegram. Sex börn eru á meðal særðu að sögn hans. 

Gert á hátíðisdegi

Vladimír Selenskí Úkraínuforseti minntist fórnarlambanna á Twitter í dag og lagði áherslu á að Úkraínumenn berjist fyrir hverju einasta mannslífi og að Rússar verði dregnir til ábyrgðar.

Úkraínumenn fögnuðu nýju ári í dag og er hefðin þar í landi að börn fái sætindi þann 13. janúar. „Rússnesk voðaverk halda áfram yfir hátíðarnar. Á meðan úkraínsk börn njóta sætindanna sem þau fengu í gær gera Rússar loftárásir á íbúðarhúsnæði,“ sagði Olena Zelenska, forsetafrú Úkraínu.

AFP
AFP
mbl.is