Nýr forseti Nígeríu kjörinn

Bola Tinubu.
Bola Tinubu. AFP

Bola Tinubu, frambjóðandi APC-flokksins, var lýstur forseti Nígeríu í dag og verður fimmti kjörni forseti Nígeríu frá árinu 1999. Tinubu bar sigur úr býtum gegn 17 frambjóðendum, meðal annars gegn sitjandi varaforseta landsins, Atiku Adubakar.

Í þakkarræðu sinni þakkaði Tinubu kjósendum.

„Þetta er skínandi stund í lífi hvers manns og staðfesting á lýðræðislegri tilvist okkar,“ sagði hann. „Ég er fulltrúi loforðs og með stuðningi ykkar veit ég að það loforð verður efnt.“ 

Kosningaslagorð Tinubu voru emi lo kan" á móðurmáli hans eða „það er komið að mér“. 

Nígería stefnir hraðbyri að því að verða þriðja fjölmennasta land heims en Tinubu voru greidd 8,8 miljón atkvæði eða um 36,6% af heildaratkvæðum samkvæmt óháðri kjörstjórn Nígeríu. Kjörsókn var um 24%.

Stuðningsmenn Tinubu og APC.
Stuðningsmenn Tinubu og APC. AFP

Stjórnarandstæðingar Tinubu hafa gagnrýnt aðfarir hans í kosningunum fyrir að vera ólýðræðislegar og fyrir að skorta gagnsæi, áhyggjur sem utanaðkomandi stofnanir eins og Evrópusambandið hafa einnig lýst yfir.

Einnig hafa kjörstjórnin og formaður hennar Mahomood Yakubu verið gagnrýnd fyrir að hundsa óskir nígerísku þjóðarinnar og stjórnarandstöðunnar um enduratkvæðagreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert