Drakk sjö flöskur af sterku víni í beinni og lést

Ljósmynd/Colourbox

Maður lést stuttu eftir að hafa drukkið sjö flöskur af sterku víni í beinni útsendingu á Douyin, kínverskri ritskoðaðri útgáfu samfélagsmiðilsins TikTok. BBC segir frá.

Maðurinn hét Wang en gekk undir notendanafninu Brother Three Thousand, eða Bróðir þrjú þúsund, á Douyin.

Wang sérhæfði sig í því að drekka kínverskt vín í beinu streymi. Í síðasta streymi sínu hafði hann tekið þátt í fjórum drykkjukeppnum en tapaði þremur þeirra. Þurfti hann í refsingarskyni að drekka samtals sjö flöskur af baijiu, sem getur verið allt að 60% alkahól.

Hann fannst látinn á þriðjudag, hálfum sólarhring eftir að hann lauk síðasta streymi sínu. 

Dauði Wangs hefur verið mikið ræddur í Kína þar sem kallað er eftir strangari reglugerð fyrir forrit þar sem notendur geta komið fram í beinu streymi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert