Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur óskað þess að Hæstiréttur landsins ógildi úrskurðinn sem bannar honum að bjóða sig fram til forseta í Colorado.
Áfrýjunardómstóll í Colorado-ríkinu komst að þeirri niðurstöðu í desember að Trump mætti ekki taka þátt í forkosningum forsetakjörs Bandaríkjanna síðar á árinu. NBC greinir frá.
Ríkið Maine hefur einnig meinað Trump að bjóða sig þar fram í forvali Repúblikanaflokksins.
Trump hefur skipað þrjá af níu hæstaréttardómurum Bandaríkjanna. Aðrir þrír voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum.
Að mati dómstólsins í Colorado taldist Trump vera óhæfur frambjóðandi vegna aðgerða sinna í kringum árás æstra stuðningsmanna hans inn í þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021, en réttaráhrif úrskurðarins frestaðist þar til fjallað yrði um áfrýjun hans, sem verður gert á morgun, 4. janúar.
Meirihluti dómstólsins taldi Trump vanhæfan til að gegna embætti forseta.
Í dómsúrskurði sagði að vegna þess að Trump væri vanhæfur myndi það stangast á við kosningalög ef innanríkisráðherra Colorado-ríkis ákvæði að skrá hann sem frambjóðanda í prófkjöri forsetakosninganna.