Vill að hæstiréttur snúi Colorado-úrskurðinum við

Donald Trump í október síðastliðnum.
Donald Trump í október síðastliðnum. AFP

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, hefur óskað þess að Hæstiréttur landsins ógildi úrskurðinn sem bannar honum að bjóða sig fram til forseta í Colorado.

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Col­orado-ríkinu kom­st að þeirri niður­stöðu í desember að Trump mætti ekki taka þátt í for­kosn­ing­um for­seta­kjörs Banda­ríkj­anna síðar á árinu. NBC greinir frá.

Ríkið Maine hef­ur einnig meinað Trump að bjóða sig þar fram í for­vali Repúblikanaflokks­ins.

Trump hefur skipað þrjá af níu hæstaréttardómurum Bandaríkjanna. Aðrir þrír voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum. 

Tal­inn vera óhæf­ur fram­bjóðandi

Að mati dóm­stóls­ins í Col­orado taldist Trump vera óhæf­ur fram­bjóðandi vegna aðgerða sinna í kring­um árás æstra stuðnings­manna hans inn í þing­hús Banda­ríkj­anna í janú­ar 2021, en réttaráhrif úr­sk­urðar­ins frest­aðist þar til fjallað yrði um áfrýj­un hans, sem verður gert á morgun, 4. janú­ar. 

Meiri­hluti dóm­stóls­ins taldi Trump van­hæf­an til að gegna embætti for­seta.

Í dómsúrskurði sagði að vegna þess að Trump væri van­hæf­ur myndi það stang­ast á við kosn­inga­lög ef inn­an­rík­is­ráðherra Col­orado-rík­is ákvæði að skrá hann sem fram­bjóðanda í próf­kjöri for­seta­kosn­ing­anna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert