Samkeppnisstofnun beitir okkur órétti

Pálmi Haraldsson með svör Sölufelagsins í 14 bindum til Samkeppnisstofnunar.
Pálmi Haraldsson með svör Sölufelagsins í 14 bindum til Samkeppnisstofnunar. Morgunblaðið/Þorkell
Pálmi Haraldsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að félagið hafi verið beitt órétti af hálfu Samkeppnisstofnunar. Hann segir að SFG hafi lækkað umsýsluþóknun verulega. Hann segir í samtali við Egil Ólafsson að bændur hljóti að mega mynda með sér samtök um sölu á vöru sinni til þeirra tveggja aðila sem ráða 93% af matvörumarkaðinum."Ég tel að Samkeppnisstofnun hafi beitt okkur órétti," sagði Pálmi Haraldsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, í samtali við Morgunblaðið. Samkeppnisstofnun telur að fyrirtækin sem dreifa grænmeti og ávöxtum hafi gerst sek um samsæri gegn neytendum.

Pálmi er í forystu fyrir stærsta heildsölufyrirtækið. Hann var fyrst beðinn um að lýsa aðdraganda þess að hann kom að rekstri Sölufélags garðyrkjumanna.

"Ég kom að Sölufélagi garðyrkjumanna árið 1991. Ég var þá í meistaranámi í rekstrarhagfræði við viðskiptaháskólann í Gautaborg og var á leið í kennslu við Háskóla Íslands þegar haft var samband við mig og mér boðið að gerast framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Staða Sölufélagsins var gríðarlega erfið á þessum tíma. Skuldir félagsins voru um 600 milljónir á verðlagi þess árs. Það samsvarar skuldum eitthvað á annan milljarð í dag. Vanskilin voru 500 milljónir. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um ríflega 150 milljónir. Tap hafði verið á rekstri félagsins í mörg ár, en tap ársins 1991 var yfir 100 milljónir króna.

Staðan var því ekki björguleg þegar ég kom að þessu fyrirtæki. Það má segja að það hafi nánast verið bilun að fara úr hinu þægilega akademíska umhverfi inn í þennan ólgusjó. Í mínu námi hafði ég mikið rannsakað fyrirtæki sem voru í erfiðleikum og hvernig væri hægt að endurstarta þeim. Ég hugsaði mig um í stutta stund og ákvað svo að hætta doktorsnámi og hella mér út í þetta starf."

Gjaldþrot blasti við

"Á þessum tíma blasti sá kostur við að setja Sölufélag garðyrkjumanna einfaldlega í gjaldþrot. Ég taldi hins vegar að það væri mögulegt að bjarga félaginu. Það má segja að endurreisn þess hafi staðið í fimm ár, þ.e. frá 1991-1995, en öll þessi ár var félagið rekið með hagnaði.

Ég var rétt rúmlega þrítugur þegar ég var ráðinn að fyrirtækinu, en ásamt mér var ráðinn að því hópur af ungu og dugmiklu fólki. Við unnum fyrirtækið út úr erfiðleikunum án nokkurs stuðnings. Við lögðum okkur einfaldlega fram í þessu erfiða verkefni og náðum að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti.

Það má segja að nýr kafli í sögu Sölufélagsins hefjist 1995, en þá náði félagið samkomulagi við feðgana Kristin Guðjónsson og Jóhannes Kristinsson, eigendur Banana hf., um að sameina rekstur SFG og Banana hf. Með sameiningu náðum við að búa til eitt sterkt ávaxta- og grænmetisfyrirtæki. Af þessu var mikill ávinningur vegna þess að rekstur Sölufélagsins hafði alla tíð verið mjög sveiflukenndur. Fyrirtækið gat verið með þrefalt meiri veltu yfir sumarmánuðina en yfir vetrarmánuðina. Það var auðvitað erfitt að reka fyrirtækið við slíkar aðstæður. Velta Banana var hins vegar miklu meiri yfir vetrarmánuðina en á sumrin. Við sameininguna urðu mikil samlegðaráhrif. Við náðum ákveðinni stærðarhagkvæmni í flutningi og fleiru.

Á þessum árum átti sér stað mikil sameining í smásölunni. Það er stöðugt verið að gera kröfu til okkar á heildsölustiginu um meiri hagræðingu. Við töldum því að við yrðum að halda áfram að finna leiðir til hagræðingar. Þetta leiddi til þess að vorið 1999 gerði Búnaðarbankinn tilboð fyrir hönd Sölufélagsins í öll hlutabréf Ágætis. Ég ætlaði mér síðan í framhaldi af því að fara í viðræður við samkeppnisyfirvöld um sameiningu á þessum fyrirtækjum undir eignarhaldsfélaginu Feng. Lögmaður okkar leitaði til Samkeppnisstofnunar í ágúst 1999, en í septembermánuði gerðu samkeppnisyfirvöld innrás í öll heildsölufyrirtækin á grænmetis- og ávaxtamarkaði vegna þess að þau töldu að við hefðum brotið samkeppnislög. Það tók Samkeppnisstofnun 19 mánuði að koma með niðurstöðu í þessu máli þrátt fyrir að við hefðum ítrekað leitað eftir því að ná sátt við stofnunina um þessi mál. Samkeppnisyfirvöld sýndu hins vegar engan vilja til að koma til móts við okkur.

Það hefur komið fram nýlega að við áttum hugsanlega rétt á að sækja um undanþágu frá samkeppnislögum. Um þetta fengum við engar leiðbeiningar frá Samkeppnisstofnun."

Framleiðslan stillt að eftirspurn

Hvaða breytingar voru gerðar á rekstri Sölufélagsins þegar þú komst að félaginu 1991?

"Þegar ég kom að fyrirtækinu sá ég strax að vandinn lá að stórum hluta í því að framleiðendur framleidduvöruna gjörsamlega stjórnlaust og því var framboðið oft og tíðum í engu samræmi við eftirspurn. Stundum var of lítið til af grænmeti og stundum var allt of mikið til. Það gat líka verið skortur á einstökum tegundum grænmetis á meðan offramboð var á öðrum. Eitt af þeim skilyrðum sem ég setti stjórn félagsins þegar ég tók við var að láta vöruverðið þróast eftir framboði og eftirspurn á hverjum tíma. Hér á árum áður, meðan félagið var undir stjórn forvera minna, gerðist það oft og tíðum að grænmeti var hent til þess að reyna að halda uppi vöruverði. Það hefur ekki tíðkast eftir að ég kom að fyrirtækinu. Við höfum hins vegar að sjálfsögðu þurft að henda vöru sem var komin á tíma og var ekki boðleg á markað. Samkeppnisstofnun fyllyrðir aftur á móti í úrskurði sínum að við séum að henda vörum til að halda uppi verðinu. Þetta er fráleit fullyrðing sem stofnunin styður engum rökum."

Pálmi sagði að eftir að hann kom að félaginu hefði farið gífurlega mikil vinna í að byggja upp svokölluð trúnaðarráð. Félagið hefði undir forystu framleiðenda leitað eftir upplýsingum hjá framleiðendum um væntanlegt framboð á grænmeti. Félagið hefði einnig skilað skýrslum til framleiðenda um líklega eftirspurn.

"Það er engin launung á því að menn hafa reynt að stilla framleiðsluna að væntanlegri eftirspurn til að hámarka sína fjárfestingu. Það má heldur ekki gleyma því að á síðustu árum hefur orðið veruleg hagræðing meðal framleiðenda sjálfra. Þeir hafa t.d. sérhæft sig sem hefur leitt til betri gæða vörunnar og hagstæðara framleiðsluumhverfis. Þetta hefur gert framleiðendum kleift að taka á sig lækkanir sem orðið hafa á afurðum þeirra síðastliðið ár.

Hagur framleiðenda batnaði vissulega á síðasta áratug. Þetta sést á þeim opinberu tölum sem til eru um afkomu garðyrkjunnar, en hins vegar hefur afkoman versnað á síðustu tveimur árum."

Hver er skýringin á því?

"Kostnaður við framleiðsluna hefur einfaldlega aukist en verð á grænmeti hefur ekki hækkað, heldur lækkað, a.m.k. á heildsölustigi. Þetta sést vel á tölum Hagstofu Íslands sem vitnað var til í Morgunblaðinu í síðustu viku, en þar kom fram að verð á grænmeti lækkaði á síðasta ári."

Söluþóknun hefur lækkað

Pálmi sagðist hafa orðið var við að margir áttuðu sig ekki á hvers konar fyrirtæki Sölufélag garðyrkjumanna væri.

"SFG er umsýslufélag. Það gerir það að verkum að framleiðandinn fær alltaf 80% af því sem varan selst á, en fyrirtækið fær 20%. Félagið kaupir ekki vöruna af bændum. Þeir eiga vöruna alveg þangað til félagið afhendir hana viðskiptavinum. Þar af leiðandi þarf ég að uppfylla vissa upplýsingaskyldu gagnvart framleiðendum. Þetta hefur Samkeppnisstofnun ekki viljað líta á sem nein rök í málinu."

Hefur átt sér stað einhver hagræðing í heildsölu með grænmeti á síðustu árum?

"Já, það hefur orðið mikil hagræðing hjá okkur. Þegar ég kom að fyrirtækinu 1991 var umsýsluþóknun félagsins 26%. Ég breytti henni strax í 21%. Síðan hefur hún ekki lækkað í prósentum talið, en þjónusta við framleiðendur hefur verið aukin. Við sjáum núna um allar umbúðir og flutning. Þjónustugjöld félagsins við framleiðendur hafa því í reynd lækkað um 40% á síðustu 10 árum. Þetta er með því allra lægsta sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er öruggt að það er hvergi hægt að finna neitt sambærilegt dæmi innan landbúnaðarins um jafnmikla lækkun á þjónustugjöldum. Auk þess hefur SFG lagt hundruð milljóna í markaðsmál á undanförnum árum."

Í umræðu síðustu daga hefur verið fullyrt að garðyrkjubændur séu þvingaðir til að gera einkasölusamninga við Sölufélagið, þ.e. að bændur séu neyddir til að skuldbinda sig til að selja félaginu framleiðslu sína og engum öðrum.

"Það er bara rangt. Það eru engir slíkir einkasölusamningar til. Ég vil bara biðja þá sem halda þessu fram að leggja slíka samninga fram.

Það er hins vegar í lögum félagsins ákveðin innleggsskylda. Þetta eru áratuga gömul lög sem ekki hefur verið breytt."

Er þá framleiðanda, sem felur Sölufélaginu að selja framleiðslu sína, heimilt að selja eitthvað af henni beint til verslana?

"Já, það er honum heimilt að gera."

En hvað felst í þessari innleggsskyldu samkvæmt lögum Sölufélagsins?

"Í henni segir eitthvað á þá leið að framleiðandi skal leggja allar sínar afurðir inn hjá SFG að undanskildum 5% á sínu heimasvæði. Aðalatriðið er að það eru engir innleggssamningar til. Það eru engir samningar til sem fela í sér einhverjar sektargreiðslur eins og haldið hefur verið fram. Það hafa verið uppi hugmyndir um að gera þjónustusamninga við framleiðendur en þeir hafa ekki verið gerðir."

En er kvótakerfi í garðyrkjunni?

"Framleiðendur eru með ákveðna framleiðslustýringu. Framleiðendum í SFG er heimilt að framleiða eins mikið og þá lystir, en það er ekki þar með sagt að félagið sé skuldbundið til að taka við því öllu.

Menn verða að átta sig á að það skiptir gríðarlegu máli að við sjáum hvað er framundan á markaði þegar um er að ræða vöru sem er jafnviðkvæm og grænmeti og ávextir. Algjört skipulagsleysi yrði ekki til annars en auka verulega rýrnun á vörunni. Markaðurinn tekur ekki endalaust við þó að framboðið sé mikið."

Framleiðslustýring í samræmi við lög?

Er þessi framleiðslustýring í samræmi við lög?

"Að okkar mati er þetta í samræmi við lög. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta séu ekki eðlilegir viðskiptahættir. Við erum alls ekki sammála þessu mati. Við erum ekki sáttir við tillögu Samkeppnisstofnunar um að gera hvern framleiðanda að sjálfstæðu fyrirtæki með sjálfstæða söludeild og koma þannig í veg fyrir að þeim sé gert kleift að standa á bak við sitt afurðasölufyrirtæki sem tekur að sér þessa þjónustu fyrir þá."

Hefur Sölufélagið gert einkasölusamninga við smásöluverslunina?

"Já, við höfum gert svokallaða einkasölusamninga við smásölukeðjurnar, en það hefur verið gert að frumkvæði verslananna. Ég hef í tvígang spurt forstöðumann samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar hvort slíkir samningar séu löglegir. Hann hefur ekki svarað því ennþá. Hins vegar höfum við ákveðið að gera ekki fleiri slíka samninga."

Það kemur fram í úrskurði samkeppnisráðs að gert var svokallað "glerstoppsamkomulag" sem gekk út á að ekki yrði fjárfest meira í gróðurhúsum.

Pálmi sagði að Sölufélag garðyrkjumanna hefði ekki komið að því máli. Hins vegar hefðu framleiðendur gert með sér samkomulag um að draga úr fjárfestingum. "Það var niðurstaða framleiðenda að ein leið í þessari framleiðslustýringu væri að draga úr fjárfestingu. Verð á grænmeti var farið að lækka. Markaðurinn hafði ekki stækkað eins hratt og menn áttu von á og þess vegna gerðu framleiðendur með sér þetta samkomulag. Tvö ár á undan glerstoppinu höfðu gróðurhús verið stækkuð um samtals 8.000 fermetra. Menn komu sér saman um að bíða þar til eftirspurnin myndi aukast frekar en að keyra framboðið úr hófi fram. Þetta er það sem allar framleiðslueiningar þjóðfélagsins gera."

Sagt er í úrskurði samkeppnisráðs að heildsölufyrirtækin hafi bundist samtökum um að kaupa garðyrkjustöðina Sólbyrgi út af markaðinum.

Pálmi vísaði þessu algerlega á bug. Sólbyrgi hefði einfaldlega orðið gjaldþrota.

"Það hefur verið ákveðið vandamál í garðyrkjunni hvað það hefur verið erfitt að fara út í tilraunaræktun. Fyrir nokkrum árum fór einn framleiðandi út í að framleiða víntómata sem markaðurinn tók ekki við. Þetta setti framleiðandann nánast á hausinn. Við töldum áhugavert að reyna þetta. Við gerðum þess vegna tilboð í garðyrkjustöðina Sólbyrgi og höfum rekið hana síðan."

Mikil viðskipti milli heildsölufyrirtækjanna

Í úrskurði samkeppnisráðs segir að heildsölufyrirtækin hafi gert með sér samkomulag um lágmarksverð á banönum og að SFG hafi gert samkomulag við Mötu um að Mata seldi ekki banana á Suðurnesjum.

Pálmi vísaði þessu algerlega á bug. Hann sagði hins vegar nauðsynlegt að hafa í huga að heildsölufyrirtækin ættu í miklum innbyrðisviðskiptum. Ástæðan væri m.a. sú að dreifingarfyrirtækin þyrftu að geta boðið verslunum stöðugt framboð á öllum vörutegundum. Hann sagði að það kæmi oft fyrir að ákveðin vara væri ekki til hjá fyrirtækjunum, t.d. vegna þess að fyrirtæki hefði orðið fyrir því að skemmdir hefðu orðið á vöru í flutningi til landsins. Þá keypti viðkomandi fyrirtæki vöruna af annarri heildsölu.

Pálmi sagði að Mata væri með einkasöluumboð fyrir heimsþekkt ávaxtavörumerki, t.d. Cape-vínber. Þess vegna keyptu önnur heildsölufyrirtæki þessar vörur af Mötu.

"DV er prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins og þessi tvö fjölmiðlafyrirtæki eiga því í miklum viðskiptum. Þau eru samt ekki ásökuð um samráð um verð, jafnvel ekki þó að verð á dagblöðum sé margfalt hærra hér á landi en erlendis og verð á blöðunum sé nánast það sama," sagði Pálmi.

Í úrskurði samkeppnisráðs segir að heildsölufyrirtækin hafi náð samkomulagi um að verð á banönum yrði 100 krónur. Pálmi sagði að þetta verð væri eingöngu í innbyrðisviðskiptum fyrirtækjanna. Í sjálfu sér hefði ekki skipt máli hvert verðið hefði verið vegna þess að jafnræði hefði verið í þessum viðskiptum.

Í úrskurði samkeppnisráðs segir að SFG og Ágæti hafi á árinu 1995 gert með sér samstarfssamning og að hann hafi m.a. falið í sér samráð um verð. Það kemur t.d. fram í úrskurðinum að á aðalfundi félagsins í mars 1995 var bókað "að samstarfið fælist í því að samráð yrði haft í öllum verðum og ýmsu öðru".

Pálmi sagði að á árinu 1995 hefði verið rætt um að sameina SFG og Ágæti, en ekki hefði náðst samkomulag um að gera það. Hins vegar hefði verið rætt um að fyrirtækin tækju upp samstarf sem m.a. fæli í sér að SFG drægi sig út af markaði með kartöflur, en í Ágæti voru mjög margir kartöfluframleiðendur. Pálmi sagði að þessi samstarfssamningur hefði aldrei komið til framkvæmda. Það væri því rangt að fyrirtækin hefðu haft með sér samstarf um verðlagningu.

Fengur kaupir í Flugleiðum

Á síðasta ári keypti Fengur stóran hlut í Flugleiðum og á síðasta aðalfundi Flugleiða settist Pálmi í stjórn fyrirtækisins. Því er eðlilegt að spyrja hvort Fengur hafi hagnast það vel af viðskiptum með grænmeti og ávexti að fyrirtækið sé að færa hagnaðinn yfir í önnur hlutafélög.

Pálmi sagði að eignarhaldsfélagið Fengur hefði keypti hlut í Flugleiðum einfaldlega vegna þess að það væri sitt mat að fyrirtækið væri hagstæður fjárfestingarkostur. Hann sagði að auk hlutabréfa í Flugleiðum ætti fyrirtækið hluta í nokkrum óskráðum félögum. Hann sagði að Fengur kæmi til með að nýta sér þau tækifæri sem gæfust á markaðinum eins og hvert annað fyrirtæki sem væri rekið til þess að skila hagnaði.

Pálmi sagði að hagnaður Sölufélags garðyrkjumanna hefði verið um 50 milljónir á árinu 1999 og hagnaðurinn á síðasta ári hefði dregist saman um meira en helming, en reikningar félagsins hefðu ekki enn verið lagðir fram. Hann sagði að hagnaður Fengs væri miklum mun minni. Hann sagði að velta Fengs og fyrirtækja í eigu þess félags hefði verið rúmir fjórir milljarðar á síðasta ári.

Eingarhaldsfélagið Fengur á 100% í Sölufélagi garðyrkjumanna og Banönum/Ágæti. Auk þess á félagið 40% hlut blómaheildsölunni Grænum markaði, 50% hlut í Ávaxtahúsinu og 50% hlut í fyrirtækinu Hollt og gott. Sú spurning vaknar hverjir það séu sem eiga Feng?

"Stærstu hluthafar í Feng eru ég, Jóhannes Kristinsson, fyrrverandi eigandi Banana, og Ragnar Kristinn Kristjánsson sveppabóndi."

Er þá hlutur hefðbundinna garðyrkjubænda í félaginu að minnka?

"Já, sumir bændur hafa selt hlut sinn í félaginu. Ástæðurnar geta verið ýmsar. Bændur bregða búi, þeir eldast o.s.frv. Ég tel að það sé einfaldlega gott að bændur skuli eiga þann kost að geta selt hlut sinn í félaginu. Það eru ekki allir bændur sem eiga kost á því. Mjólkursamsalan og Mjólkurbú Flóamanna leggja t.d. milljónir inn á stofnfjárreikninga hjá bændum á hverju ári en þeir eiga þess ekki kost að innleysa hagnað sinn meðan þeir stunda framleiðslu."

Grænmetismafía

Þið stjórnendur grænmetisfyrirtækjanna hafið verið kallaðir mafíósar í fjölmiðlum og fundur ykkar í Öskjuhlíðinni verið tengdur við vinnubrögð mafíuforingja. Það kemur fram í minnisblaði sem Samkeppnisstofnun fann hjá Mötu þegar stofnunin gerði gögn upptæk hjá heildsölufyrirtækjunum í september 1999, að þú og Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri Mötu, áttuð fund í Öskjuhlíðinni þar sem þú átt að hafa tilkynnt honum væntanleg kaup á Ágæti. "Gunnar Gíslason verður sjálfur að svara fyrir sína minnismiða. Þennan dag var Búnaðarbankinn að leggja lokahönd á kaupin á Ágæti. Við Gunnar þurftum að hittast út af ákveðnu máli sem tengist ekki ávöxtum og grænmeti. Ég var einfaldlega á ferð í nágrenni við Öskjuhlíðina þegar ég hringdi í Gunnar. Við hittumst þar og þá kom þetta mál til tals.Ég veit ekki hvað maður getur sagt um þetta viðurnefni, mafíósi. Ég er bara leiður yfir því að umræðan skuli fara í þennan farveg."

Höfum eignast óvildarmenn

Pálmi sagði að á þeim 10 árum sem hann hefði starfað hjá Sölufélagi garðyrkjumanna hefði tekist að byggja upp stórt og öflugt ferskvörufyrirtæki eins og stefnt hefði verið að. Hann sagði að Sölufélagið væri allt annað fyrirtæki en það var 1991. "Þá kom varan hingað inn á alls konar vörubílum og traktorum. Þetta voru farartæki sem kannski voru notuð til að flytja hesta deginum áður. Við höfum byggt upp fullkomið flutningskerfi með nýjum farartækjum, kælitækjum og sérstöku gæðakerfi. Auðvitað hefur þetta hindrað aðgang annarra að markaðinum. Vitanlega hefur fyrirtækið eignast óvildarmenn við þetta.

Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi hefur t.d. gagnrýnt mig harðlega í fjölmiðlum, m.a. í Morgunblaðinu. Hann hefur ekki viljað vera innleggjandi í Sölufélaginu. Honum er það að sjálfsögðu frjálst. Ég gat hins vegar ekki samþykkt að Hafberg legði vörur inn í fyrirtækið á lægri þjónustugjöldum og öðrum greiðslukjörum en hinir almennu félagsmenn í Sölufélaginu eins og hann krafðist. Þetta sagði ég við hann þegar SFG keypti Banana. Hann sætti sig ekki við það. Við yfirtökuna á Ágæti gerðist það sama.

Það sem gerðist var einfaldlega það að annar garðyrkjubóndi hóf að framleiða svokallað grand-salat sem er einfaldlega betri vara en sú sem Hafberg framleiðir. Staðreyndin er sú að viðskiptavinir mínir vilja frekar grand-salat en Lambhagasalat. Þetta pirrar Hafberg Þórisson og veldur því að hann kemur fram með þessum ósmekklega hætti í fjölmiðlum."

Ójafn leikur

Pálmi sagði að fólk sem starfaði í garðyrkju væri upp til hópa duglegt fólk. "Þetta er fólk sem er markaðssinnað í hugsun. Atvinnugreinin fær enga styrki að öðru leyti en því að hún býr við tollavernd minnihluta ársins. Að öðru leyti keppir greinin við niðurgreidda framleiðslu frá Evrópusambandinu. Auðvitað er þetta ójafn leikur.

Samkeppnisstofnun segir að við séum að brjóta 10. gr. samkeppnislaganna með því vera með samstilltar aðgerðir. Mér finnst þetta einfaldlega fráleitt. Með þessu er verið að segja að framleiðendur megi ekki standa saman að nýtingu framleiðsluþáttanna.

Það er nauðsynlegt að hafa í huga að á smásölumarkaðinum eru tveir aðilar, Búr og Baugur, sem ráða 93% af allri matvörusölu í landinu. Hvernig eiga 200 einstaklingar sem stunda garðyrkju í landinu að geta þjónað þessum tveimur aðilum á matvörumarkaði án þess að standa saman? Það er nauðsynlegt að hafa í huga að einn garðyrkjubóndi veltir að meðaltali 10-20 milljónum á ári en smásölufyrirtækin velta 20-30 milljörðum á ári."

Nú er mjög sterk krafa uppi um að lækka tolla á grænmeti. Hvernig líst þér á það?

"Það kann að vera að þær leikreglur sem við höfum búið við gangi ekki upp og við þurfum að finna nýjar leiðir eins og að taka upp framleiðslustuðning við framleiðendur og þá jafnframt að lækka tolla eða afnema þá. Það er hins vegar víst að íslensk garðyrkja hefur enga möguleika á að lifa án stuðnings. Öll erlend garðyrkja fær stuðning í formi fjárfestingarstyrkja og framleiðslustyrkja."

Innlent »

Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

12:37 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

10:26 Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »

Miklar skemmdir á rúðunni

10:24 Flugáhugamaður og ljósmyndari hefur birt mynd af skemmdunum sem urðu á rúðu farþegavélar Icelandair þegar hún var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags. Meira »

Gul viðvörun víða um land

08:59 Gul viðvörun er í gildi víða um land, en 980 mb lægð er stödd úti fyrir Húnaflóa og í nótt var suðvestan hvassviðri eða stormur á landinu. Þessu hafa fylgt miklar rigningar, en búast má við að það snjói á fjallvegum norðvestan til og norðan til á landinu. Meira »

Stúlkurnar eru fundnar

07:40 Stúlk­urn­ar þrjár sem lög­regl­an lýsti eft­ir seint í gær­kvöld eru komn­ar í leitin­ar. Lög­regl­an á Suður­landi til­kynnti það á face­booksíðu sinni klukk­an fimm í nótt að þær væru komn­ar fram. Meira »

Ók bíl inn verslun og stakk af

07:36 Um ellefuleytið í gærkvöldi var bifreið ekið inn í verslun í Breiðholti. Engan sakaði en ökumaðurinn lét sig hverfa af vettvangi. Þegar lögreglan hafði samband við eiganda bifreiðarinnar þá kom hann af fjöllum og hafði ekki áttað sig á því að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi. Meira »

Tvær loðnuvertíðir gætu verið í uppnámi

06:48 Þrátt fyrir að loðnuleiðangur í síðasta mánuði hafi verið umfangsmeiri heldur en í áratugi var niðurstaðan sú að lítið fannst af loðnu. Eins og staðan er núna verður ekki gefinn út loðnukvóti fyrir vertíðina, sem annars hefði átt að byrja í janúar. Meira »

Lögregla lýsir eftir þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...