Jon Dahl tengist Skagamönnum

Jon Dahl Tomasson, sóknarmaðurinn skæði í danska knattspyrnulandsliðinu og sá sem skorað hefur næst flest mörk til þessa á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem nú stendur, er að fjórðungi Íslendingur. Afi hans í föðurætt var Halldór Tómasson sem fluttist ungur til Danmerkur og kvæntist þar danskri konu. Með henni eignaðist hann tvo syni, Ingolf og Bjarne, en sá síðarnefndi er faðir Jons Dahls.

Jon Dahl á m.a. ættir að rekja til Akraness og Reykjavíkur og vegna tengsla sinna við Akranes er hann skyldur nokkrum fremstu knattspyrnumönnum Skagaliðsins á síðustu árum. Má þar nefna Þórð Þ. Þórðarson og syni hans Ólaf og Teit. Jon Dahl hefur ekki haldið miklum tengslum við íslenska ættingja sína hér á landi en hann kom í heimsókn til þeirra sem barn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert