Gaumur íhugar áfrýjun Viking-málsins

Helgi Jóhannesson, lögmaður fjárfestingafélagsins Gaums hf., segir að þrátt fyrir að bandarískir dómstólar hafi fellt niður kyrrsetningu á skemmtibátnum Thee Viking, sem Gaumur hafði látið leggja á til að tryggja 40 milljóna kr. fjárkröfu Gaums á hendur Jóni Gerald Sullenberger vegna láns sem félagið veitti til kaupa á bátnum, muni það eftir sem áður halda áfram að innheimta kröfuna, enda sé hún enn ógreidd.

"Ef til vill verður einnig reynt að tryggja kröfuna með nýrri kyrrsetningu á bátnum eða áfrýja niðurstöðu dómara um að fella niður núverandi kyrrsetningu," segir Helgi. Að sögn Helga hafði Jón Gerald talað um að greiða kröfuna en ekkert hafi orðið um efndir og því sé Gaumi nauðugur einn kostur að tryggja kröfuna með þessum hætti.

Helgi segir þá að vinnubrögð dómara hafi ennfremur valdið furðu og reiði bandarískra lögmanna Gaums með því að hann skyldi fella málið niður án þess að gefa þeim færi á að skýra málið efnislega fyrir dómi. "Ákvörðun dómarans var að mati lögmannanna fáheyrð," segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »