Almenna bókafélagið gefur út bók Hannesar

Almenna bókafélagið, sem er í eigu Eddu útgáfu hf., mun gefa út fyrsta bindi af ævisögu Halldórs Kiljans Laxness sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er að skrifa. Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri Almenna bókafélagsins, segir að bókin sé væntanleg á markað í lok nóvember næstkomandi.

Hannes Hólmsteinn sagðist í samtali við Morgunblaðið hlakka til samstarfsins við Almenna bókafélagið, sem hefði gefið út nokkur af hans fyrri verkum, m.a. ævisögu Jóns Þorlákssonar. Hann sagðist hafa leitað til útgefandans, en nokkur önnur forlög hefðu sýnt áhuga á að gefa bækurnar út. Hannes hefur ákveðið að hafa ævisögu nóbelsskáldsins í þremur bindum. Hið fyrsta nefnist Halldór og fjallar um fyrstu þrjátíu árin í lífi skáldsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert