62,6% kjörsókn - Ólafur Ragnar hlaut 67,9% atkvæða

Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti með 67,9% atkvæða.
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti með 67,9% atkvæða. mbl.is/Þorkell

Úrslit forsetakosninganna í gær liggja nú fyrir en talningu lauk endanlega um klukkan 6:30 er síðustu atkvæðin í Norðurlandskjördæmi vestra voru talin í Borgarnesi. Alls neyttu 133.616 kjósendur atkvæðaréttar síns eða 62,56% og hefur kjörsókn aldrei verið dræmri í forsetakosningum í 60 ára sögu lýðveldisins, en 80.000 kjósendur mættu ekki á kjörstað. Þá hafa auðir atkvæðaseðlar mest verið 2.123 en voru nú 27.627 eða 20,7% atkvæða að 834 ógildum seðlum frátöldum. Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 67,9% greiddra atkvæða, Baldur Ágústsson 9,9% og Ástþór Magnússon 1,5%.

Ef aðeins er tekið tillit til atkvæða sem greidd voru frambjóðendunum þremur þá hlaut Ólafur Ragnar 85,6%, Baldur 12,5% og Ástþór 1,9%. Séu hins vegar útkoma frambjóðendanna reiknuð sem hlutfall af kjósendum á kjörskrá hefur Ólafur Ragnar fengið atkvæði 42,5% þeirra, Baldur 6,2% og Ástþór 0,9% en auð atkvæði jafngilda 12,9% af heildarfjölda kjósenda á kjörskrá. Í þremur stærstu kjördæmunum var þetta hlutfall Ólafs Ragnars minna eða 40,4%.

Talning atkvæða gekk misjafnlega hratt fyrir sig og var lokið nokkrum stundum í stærstu kjördæmunum þremur áður en niðurstaða fékkst í kjördæmunum þremur sem ná yfir víðfeðmt svæði.

Þannig lágu úrslit fyrir í Reykjavíkurkjördæmi norður um klukkan 1 í nótt og talningu var lokið bæði í Reykjavík suður Suðvesturkjördæmi klukkustund síðar, eða um tvöleytið.

Í Suðurkjördæmi lauk talningu klukkan 4:55 og um 5:30 í Norðausturkjördæmi en bíða þurfti síðan í klukkustund til viðbótar eftir niðurstöðunni í Norðvesturkjördæmi.

Atkvæði féllu annars sem hér segir og í svigum er hlutfall viðkomandi af greiddum atkvæðum, þ.e. ekki er tekið tillit til ógildra atkvæða í útreikningi:

KjördæmiÓlafur R.BaldurÁstþórAuðÓgild
Reykjavík N17775 (66,4%) 2515 (9,4%) 502 (1,9%) 5989 (22,4%) 158
Reykjavík S 16671 (63,3%) 2468 (9,4%) 481 (1,8%) 6521 (24,8%) 186
Suðvestur 20578 (64,5%) 3.061 (9,6%) 437 (1,4%) 7.832 (24,5%) 187
Norðvestur10143 (75,5%)1241 (9,2%)134 (1,0%)1902 (14,2%)76
Norðaustur 13310 (74,7%) 1825 (10,2%) 197 (1,1%) 2492 (14,0%) 109
Suðurkjörd. 12185 (69,8%)2140 (12,3%)250 (1,4%)2891 (16,6%)118
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert