Sýningum á auglýsingum Umferðarstofu hætt

Sýningum á auglýsingum Umferðarstofu, þar sem m.a. má sjá barn detta fram af svölum, verður hætt þar til Samkeppnisstofnun hefur úrskurðað hvort þær eru löglegar. Umboðsmaður barna óskaði eftir því við stofnunina að hún athugaði hvort þær brytu í bága við lög, að því er fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
mbl.is