Ásatrúarmenn blótuðu í Skatnavör

Frá sumarblóti ásatrúarmanna í Skatnavör.
Frá sumarblóti ásatrúarmanna í Skatnavör. mynd/bb.is
Sumarblót ásatrúarmanna var haldið í Skatnavör við Arnarnes í Skutulsfirði á föstudag. Þar voru saman komnir heiðnir og óheiðnir. Vestfirðingagoðinn Eyvindur P. Eiríksson stjórnaði athöfninni en viðstödd við blótið var Jónína K. Berg Þórsnesingagoði og staðgengill allsherjargoða í fjarveru hans. Að blóti loknu var kveikt upp í grilli í Arnardal og þáðu þeir sem vildu heimboð Vestfjarðagoða.
mbl.is