Ákvörðun kynnt í dag um það hvernig söluverði Símans verður varið

Boðað hefur verið til fréttamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag en þar verður kynnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um það hvernig fénu, sem fæst fyrir Símann, verður varið. Kaupendur hlutar ríkisins í Símanum leggja fram greiðsluna í dag, 66,7 milljarða króna.

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, boðar til fundarins en ásamt honum sitja þeir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra fundinn.

mbl.is