Ákvörðun kynnt í dag um það hvernig söluverði Símans verður varið

Boðað hefur verið til fréttamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag en þar verður kynnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um það hvernig fénu, sem fæst fyrir Símann, verður varið. Kaupendur hlutar ríkisins í Símanum leggja fram greiðsluna í dag, 66,7 milljarða króna.

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, boðar til fundarins en ásamt honum sitja þeir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka