Lóðir undir Úlfarsfelli fyrir um fjóra milljarða

Tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar á 120 lóðum í suðurhlíðum Úlfarsfells geta numið allt að 4,3 miljörðum króna. Útboði á lóðunum lauk í gær og voru niðurstöður birtar í morgun. Byggingarréttur fyrir hverja íbúð er að meðaltali um 10,5 miljón. Alls gerðu 313 aðilar 4.240 tilboð. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttatíma sínum.

mbl.is