Svæðið háskalegur staður

„Það á náttúrlega almennt við um jökla að það er mjög viðsjárvert að ferðast um þá. Það eru til leiðir sem menn telja vera sæmilega öruggar en Hofsjökull flokkast almennt ekki undir það. Það eru til leiðir þar en þetta svæði [þar sem slysið átti sér stað], milli Hásteina og Tanna, er nánast alltaf með stórum sprungum," segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem margoft hefur ferðast um Hofsjökul vegna vinnu sinnar við afkomumælingar jökulsins. Svæðið sé því háskalegt.

Ástæðan er sú að á þessu svæði er jökullinn brattur og skríður hratt og við slíkar aðstæður springur jökull gjarnan. Líklegt er að jökullinn fari þarna fram af bergstalli og því séu sprungurnar stórar. „Í fyrsta lagi þarf maður að vita hvaða leiðir eru nærri því að vera öruggar og svo þarf maður að sjá mjög vel til," segir Oddur um ferðalög á jöklinum. Hann bendir á að oft snjói yfir sprungurnar svo erfitt sé að átta sig á hvar þær eru nákvæmlega. „Það er ekkert öruggt að ferðast um jökul, það er grundvallaratriðið."

Líkt og aðrir jöklar er Hofsjökull að minnka. Almennt dregur heldur úr sprungum samfara því, en það á þó ekki alltaf við, sérstaklega ekki um sprungur sem eru hátt í jöklunum. Þær eru nánast alltaf á sínum stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »