Bað um fullt glas af vodka

Kvartað var undan ofurölvi manni á veitingastað á Selfossi síðdegis í gær. Maðurinn hafði meðal annars óskað eftir að fá glas fullt af vodka. Starfsfólki staðarins stóð stuggur af manninum, einkum þar sem þar var á sama tíma komin saman nokkur börn vegna barnaafmælis.

Að sögn lögreglu sinnti maðurinn í engu óskum starfsfólk um að fara út og var því kallað eftir aðstoð. Lögreglan handtók manninn og færði í fangageymslu þar sem hann gat ekki með góðu móti gert grein fyrir sér. Síðar kom í ljós að þarna var á ferð Lithái sem hefur verið í vinnu hér á landi.

mbl.is