Segir ásakanir um að Björn hafi haft áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins rangar

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga Jóhanns Haukssonar, blaðamanns á undanförnum dögum. Segir Þorsteinn, að allar ásakanir um að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hafi með beinum eða óbeinum hætti haft áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins eru rangar og með öllu tilhæfulausar. Fyrir þeim sé ekki svo mikið sem flugufótur.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

  Vegna yfirlýsinga Jóhanns Haukssonar blaðamanns í Morgunblaðinu og ljósvakamiðlum síðustu daga vil ég taka þetta fram: Allar ásakanir um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi með beinum eða óbeinum hætti haft áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins eru rangar og með öllu tilhæfulausar. Fyrir þeim er ekki svo mikið sem flugufótur.

  Það rétta í málinu er þetta:

 1. Skömmu eftir að ég kom að Fréttablaðinu í lok febrúar færði fréttaritstjórinn, Sigurjón M. Egilsson, í tal við mig að hann vildi, ásamt ýmsu öðru, koma fram breytingum varðandi stjórnmálafréttaskrif blaðsins sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ég sagðist vilja meta þau sjálfstætt yfir lengri tíma áður en ég féllist á tillöguna. Þegar kom fram á vor sýndist mér mat fréttaritstjórans vera rétt. Ég taldi hins vegar rétt að verkaskipti að þessu leyti yrðu við lok vorþings við eðlileg kaflaskil í þeim störfum. Það varð niðurstaðan.
 2. Fréttaritstjórinn gaf út skriflegar leiðbeiningar 18. apríl sl.um efnistök varðandi einn þeirra þátta sem Jóhann Hauksson annaðist. Þær leiðbeiningar voru að engu hafðar.
 3. Fréttaritstjórinn ræddi 11. maí sl. við Björn Þór Sigbjörnsson blaðamann um möguleika á því að hann tæki að sér, þegar þar að kæmi, hluta þeirra verka sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ljóst má vera að með öllu var útilokað að fréttaritstjórinn hafi á þeim tíma séð fyrir viðbrögð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vegna óbirtrar greinar Jóhanns Haukssonar. Sú grein birtist 2. júní.
 4. Þriðjudaginn 6. júní sl. gerði ég, ásamt fréttaritstjóranum, Jóhanni Haukssyni grein fyrir áformuðum breytingum. Honum var sagt að þær byggðust á heildarmati á skrifum hans um lengri tíma. Við töldum að í þeim hefði ekki verið gætt þess jafnvægis sem fréttalesendur Fréttablaðsins eiga að geta gert kröfu um. Jóhann Hauksson spurði hvort einhver einstök skrif hans væru tilefni þessa. Hann fékk mjög skýr svör um að svo væri ekki. Hann spurði beint hvort kvörtun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra frá 2. júní væri ástæða. Hann fékk skýr svör um að svo væri ekki. Það er því algjör uppspuni að gefið hafi verið í skyn að sá tölvupóstur væri ástæða breytinganna. Það hefði enda ekki verið sannleikanum samkvæmt og í fullu ósamræmi við ofangreinda atburðarás.
 5. Tölvupóstur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra barst 2. júní sl. Hann var sendur í samriti til mín og Jóhanns Haukssonar. Ég ræddi það mál ekki við Jóhann og því síður við sendandann.
 6. Mér er mætavel ljóst að vegna fyrri starfa minna er auðvelt að sá frækorni tortryggni um hvaðeina sem ég tek mér fyrir hendur. Í þessu tilviki hefur það verið gert á grófan hátt með aðferðum sem ekkert eiga skylt við blaðamennsku.
 7. Vegna greinar Hallgríms Helgasonar rithöfundar í Fréttablaðinu í gær um þetta mál get ég upplýst að fréttaritstjóri Fréttablaðsins greindi honum frá staðreyndum þessa máls áður en greinin fór í birtingu. Hallgrímur Helgason rithöfundur ver svo heiður sinn sjálfur.

  12. júní 2006
  Þorsteinn Pálsson

mbl.is

Innlent »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »

Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

15:36 Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna galla í Boeing 737 Max-vélunum, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars. Meira »

„Vona að þetta séu bara eftirhreytur“

15:05 Greining E.coli bakteríunnar í tveimur fullorðnum einstaklingum sem greint var frá í dag kom heilbrigðisyfirvöldum á óvart, bæði að smit hafi komið upp eftir að gripið var til aðgerða sem og að bakterían væri útbreiddari en áður hafi verið talið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Sterkur grunur um sýkingu í barni

14:59 Sterkur grunur er um E. coli sýkingu í rúmlega þriggja ára barni sem er með faraldsfræðilega tengingu við Efstadal. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum varðandi mögulega E. coli sýkingu og gaf niðurstaða frá barninu sterkan grun um smit. Meira »

„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

14:30 „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um samstarf í þingflokki flokksins við Birgittu Jónsdóttur. Hafa þingmenn flokksins dregið upp dökka mynd af samskiptum sínum við hana. Meira »

Mikilvægt „að anda með nefinu“

14:12 „Miklir hagsmunir geta auðvitað verið fyrir okkur í því að sumar jarðir séu í einhvers konar nýtingu. Það mætti auðvitað setja einhverjar reglur um það hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða jörðum. En það ætti þá frekar að vera á könnu sveitarfélaganna.“ Meira »

Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

13:38 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra í skoðanakönnunum fyrirtækisins MMR, en samkvæmt niðurstöðum þeirrar nýjustu er fylgi flokksins nú 19%. Lægst fór fylgið áður í 19,5% í janúar 2016. Meira »

Heyrði óp og allt varð rafmagnslaust

13:21 „Ég heyrði bara einhver óp og svo varð allt rafmagnslaust,“ segir Dagur Tómas Ásgeirsson stærðfræðingur, sem staddur er í miðborg Aþenu. Stór jarðskjálfti skók borgina í morgun og mældist 5,3 á Richter. Meira »

Nýi Herjólfur í slipp vegna galla

12:55 Taka þarf nýja Herjólf í slipp vegna galla sem reyndist vera í öðrum jafnvægisugganum. Þetta staðfestir G. Pétur Mattíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is en ferjan kom til landsins um miðjan síðasta mánuð. Meira »

Hagkvæms húsnæðis senn að vænta

12:47 Framkvæmdir geta nú hafist við byggingu fjölda íbúða sem eiga að vera ódýrar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Sex aðilar eru komnir með fullgild lóðarvilyrði. Fleiri bíða þess að fá sitt staðfest. Meira »

Ekki búið að uppræta E.coli bakteríuna

12:31 Gerðar hafa verið auknar kröfur um úrbætur vegna E.coli í Efstadal II. Þetta kemur fram í frétt á vef embættisins. 21 hefur nú greinst með E.coli bakteríuna og var einn þeirra á ferð í Efstadal eftir að gripið var til aðgerða til að uppræta smit og smitleiðir. Meira »

Stöðvi tafarlaust innheimtu smálánaskulda

12:31 Neytendasamtökin skora á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum. Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Meira »

Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

11:59 Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Er þetta mesti fjöldi grindhvala sem hefur drepist hér við land frá 1986. Meira »

Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki

11:50 Miðflokkurinn er hástökkvari nýrrar skoðanakönnunar sem MMR birti í dag. Flokkurinn mælist með 14,4% fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn ef boðað yrði til kosninga í dag. Að sama skapi lækkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um rúm 3 prósentustig og mælist hann nú með 19,0% fylgi. Meira »

„Léttir að sjá vélina fara í loftið“

11:22 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að hann sé ofsalega ánægður með að þessum kafla sé nú lokið, en í morgun hélt flugvélin TF GPA af landi brott eftir þriggja og hálfs mánaða kyrrsetningu. Lögmenn félagsins voru í viðbragðsstöðu síðasta sólarhringinn ef eitthvað kæmi upp á síðustu stundu. Meira »

Byrjar betur en á síðasta ári

10:54 „Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl. Meira »

Vilja fyrst og fremst nýtingarskyldu

10:47 „Við höfum aðallega viljað að jarðeigendur hafi einhverjar skyldur þannig að jarðirnar séu ekki keyptar og séu síðan bara eins og stórar sumarhúsalóðir eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is vegna umræðunnar um jarðakaup erlendra ríkisborgara hér á landi. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...