Eftirspurn eftir vændi er helst frá 40–50 ára körlum

Eftirspurn eftir vændi er töluverð á Íslandi og er mest meðal giftra karla milli fertugs og fimmtugs. Þetta kemur fram í viðtölum við tvær konur sem birtast í Morgunblaðinu á sunnudag í tengslum við umfjöllun um vændi á Íslandi.

Vændi fer fram með mjög ólíkum hætti en erfitt er að festa fingur á hvar mörkin liggja milli löglegrar og ólöglegrar starfsemi í þessum efnum.

Í viðtali við konu sem rekur erótíska nuddstofu kemur fram að þar séu skýrar reglur um að ekki sé boðið upp á samfarir eða munnmök. Nuddararnir líta ekki á starfsemi sína sem vændi en að sögn konunnar er daglega hringt og spurt hvort ekki sé boðið upp á samfarir.

„Menn hringja jafnvel aftur og aftur og bæta því við að þeir séu bæði ríkir og myndarlegir,“ segir hún en viðskiptavinirnir koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins.

Morgunblaðið náði einnig tali af konu sem var á götunni í hátt í tvo áratugi eða allt frá unglingsaldri. Hún segir vændi vera mjög algengt meðal heimilislausra og að þeir sem kaupa líti svo á að þeir megi gera hvað sem er við konurnar á götunni.

„Ég lenti stundum á mönnum sem vildu bara konu til að berja sundur og saman.“

Erfitt er að ná tali af mönnum sem hafa keypt vændi á Íslandi þótt sumir viðurkenni að hafa gert það í útlöndum. Mál tengd vændi rata afskaplega sjaldan inn á borð lögreglu en það eru helst Stígamót og meðferðarstofnanir sem hafa afskipti af einstaklingum sem hafa selt sig.

Sterkur orðrómur hefur verið um að vændi þrífist í tengslum við rekstur nektardansstaða á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa þó verið færðar sönnur á að staðirnir hafi milligöngu um vændissölu. Netið er einnig notað til að kaupa og selja vændi og þá sérstaklega á heimasíðum sem bjóða upp á einkamálaauglýsingar þótt stærstur hluti fólks sem nýtir sér slíkar síður geri það í leit að kynnum við aðra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »