Hæstiréttur staðfestir frávísun ákæruliðar í Baugsmáli

Hús Hæstaréttar.
Hús Hæstaréttar. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa skuli frá 1. ákærulið nýrrar ákæru í Baugsmálinu svonefnda. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, kærði úrskurð héraðsdóms en Hæstiréttur staðfesti hann með tilvísun til forsendna héraðsdómarans.

Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar og Jóns Geralds Sullenbergers kærðu einnig ákvörðun héraðsdóms um að hafna kröfu um frávísun málsins í heild sinni en Hæstiréttur vísaði þeirri kæru frá á þeirri forsendu að ákvörðunin væri ekki kæranleg til Hæstaréttar samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála.

Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, vísaði í síðasta mánuði fyrsta ákæruliðnum af 19 í endurákærunni frá dómi þar sem ekki þótti koma nógu skýrt fram hvernig atburðarásin, sem þar er lýst, brjóti gegn lögum. Þar var Jón Ásgeir sakaður um fjárdrátt, en til vara umboðssvik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert