Rúmlega 4000 voru á skemmtun í Galtalæk í nótt

Galtalækur í Landsveit með Heklu í baksýn.
Galtalækur í Landsveit með Heklu í baksýn. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Skemmtidagskrárstjóri bindindismótsins í Galtalæk sagði að stríður straumur bíla með tjaldvagna og hjólhýsi hafi verið á svæðið í allan gærdag. Nóttin var róleg og slysalaus. Búist er við að umferðin byrji á ný upp úr hádegi og gera mótshaldarar ráð fyrir að um 5.500 manns verði samankomnir á svæðinu í kvöld.

Einar sagði að það vekti athygli mótshaldara að engir unglingahópar væru á svæðinu í ár, einungis margar stórfjölskyldur að skemmta sér saman.

„Það var smá rigning í nótt en ekkert sem angraði fólk og nú er léttara yfir,” sagði Einar.

En hápunktur hátíðarinnar mun vera þegar Sumargleði stígur á stokk í kvöld eftir um 25 ára fjarveru úr sviðsljósinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert