Hátíðarhöld fóru vel fram í Eyjum

Hátíðarhöld næturinnar á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fóru vel fram að sögn lögreglu. Raunar var dansleikjum þar að ljúka nú um klukkan 9. Smávægileg fíkniefnamál komu upp í nótt. Veðrið var gott í alla nótt en í gær rigndi fram yfir hádegið.

Flug er hafið milli lands og Eyja og hefur það gengið samkvæmt áætlun í morgun.

mbl.is